Pílagrímaganga á morgun og messa eftir hana í Reykholti

Safnast verður saman til pílagrímagöngu við Stóra-Áskirkju í Hálsasveit kl. 9 á morgun, sunnudag og lagt af stað eftir stutta helgistund og gengið niður í Reykholt. Gengið verður suður yfir hálsinn  ofan við Stóra Ás og niður Hálsasveit áleiðis í Reykholtsdal eftir malarveginum. Á leiðinni er fallegur foss í Reykjadalsá, Giljafoss, þar sem gaman er að á. Leiðin er greiðfær og þægileg, vegalengdin er um 15,7 km og göngutími því 3-4 klukkustundir. Áætlaður komutími í Reykholt er kl. 12:30 – 13:00. Hátíðarmessa verður í Reykholtskirkju þennan dag, sem er boðunardgur Maríu guðsmóður. Pílagríma bíður hressing í safnaðarsal kirkjunnar áður en gengið er til messu ef þeir vilja taka þátt í henni. Sungin verður Missa de Angelis, englamessan. Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur við messuna. Organisti er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Prestar  Hvanneyrar-, Stafholts- og Reykholtsprestakalls þjóna að athöfninni.

 

Veðurútlit fyrir morgundaginn er ágætt, suðlæg átt, hlýtt en rigning með köflum.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn