Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Súlur

Gengum á Súlur síðustu helgi. Veður var eins best gat kosið, sól og lítill vindur. Harðfeni var yfir öllu sem gerði gönguna auðvelda upp mýrarnar. Smá harðfeni var upp brattasta hlutann og settum við brodda undir til þæginda, en það var alls ekki nauðsynlegt. Gengum að syðri súlum líka, það labb tók auka 15-20 mín. Útsýnið var með allra besta móti, sól og blíða, lítill vindur á toppnum. Allt í allt vorum við 5 tíma á leiðinni með stoppum, 2,5 tíma upp og einn og hálfan niður. Mæli með labbi hingað uppeftir, þægilegt labb með stórkostlegu útsýni.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn