Fjórir nýir aðilar að Norðurslóðanetinu

Frá Akureyri. Mynd: Arctic ServicesUndanfarna daga hafa fjórir nýir aðilar bæst í fríðan hóp þeirra sem eru aðilar að Norðurslóðaneti Íslands. Þeir eru nú orðnir 14 talsins og má búast við því að fleiri bætist í hópinn á næstu vikum.

Nýir aðilar eru:
Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri

Jafnréttisstofa

Þekkingarnet Þingeyinga

Arctic Services

Lesa má nánar um aðilana með því að smella á þá.

Allir aðilarnir hafa starfsemi á norðurlandi, Sjávarútvegsmiðstöðin og Jafnréttisstofa hafa aðsetur á Borgum, líkt og Norðurslóðanetið, og Arctic Services hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Þekkingarnet Þingeyinga er svo staðsett á Húsavík.

 

 

 

 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal

facebookyoutubelinkedintwitter1