Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

Nú fer verkefninu „Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! að ljúka. Verkefninu lýkur formlega 16. september á Grunnskóla göngu UMFÍ. Ákveðið hefur verið að hafa skráningakerfið áfram opið er það gert svo hægt sé að halda utanum hreyfinguna allt árið. Því er um að gera að hætta ekki að hreyfa sig þó svo að verkefninu sé formlega lokið. Verkefnið mun byrja aftur í byrjun júní á næsta ári en það verður auglýst vel þegar að því kemur.

Í lok september verður dregið úr potti þeirra sem hafa hreyft sig í 30 skipti, 60 skipti og 80 skipti. Haft verður samband við þá sem dregnir verða út á næstu dögum. Þeir þrír einstaklingar sem gengið hafa á flest fjöll munu einnig hljóta verðlaun haft verður samband við þá á næstu dögum.

Alltaf er verið að bæta inn upplýsingum inn á gönguvefinn því hvet ég ykkur til að halda áfram að nota vefinn http://www.ganga.is/

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn