Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ - viðurkenningar afhentar

Mjög góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands í dag og voru þátttakendur verðlaunaðir í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga og Fjölskyldan á fjallið. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft í 30 daga, 60 daga og 80 daga, fengu viðurkenningar.


Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjartsson, 83 fjöll, Þröstur Vilhjálmsson, 38, fjöll, og Ástríður Helga Sigurðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll.


Bjarni Bogar Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 30 daga. Lilja Hrund Pálsdóttir viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 60, daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggvadóttur fyrir hreyfingu í 103 daga.


Hópar sem hreyfðu sig mest var starfsfólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, Skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A- vakt steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga.


Hópar sem gengu á flest fjöll voru C- vakt kerskála Norðuráls sem gengu á 65 fjöll, D- vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll og Maritech sem gekk einnig á 23 fjöll.


Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjallið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þórunn Sara Guðbrandsdóttir og Eyjólfur Valur Gunnarsson. Öll fengu þau bókaverðlaun fyrir þátttökuna.


Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem hafi verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið fyrst og fremst er að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallagönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið góða líkamsrækt. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í göngubækurnar á fjöllum. Á hverju hausti síðustu ár hefur síðan verið dregin úr hópi þátttakenda og hinir heppnu hafa fengið sérstök verðlaun fyrir.


Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast við fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

 

tn_DSC03152tn_DSC03152

 


Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn